Hefði þýtt að Icesave-málið hefði tapast

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. mbl.is/Eggert

Til­skip­un Evr­ópu­sam­bands­ins um inni­stæðutrygg­ing­ar verður ekki tek­in upp á Íslandi nema tryggt verði að ekki verði rík­is­ábyrgð á inni­stæðum. Þetta sagði Guðlaug­ur Þór Þórðar­son ut­an­rík­is­ráðherra á fundi EES-ráðsins í Brus­sel í dag.

Meðal ann­ars var rætt um framtíð innri markaðar­ins á fund­in­um en EES-ráðið er skipað ut­an­rík­is­ráðherr­um EFTA-ríkj­anna inn­an EES og full­trú­um fram­kvæmda­stjórn­ar og ráðherr­aráðs Evr­ópu­sam­bands­ins. Guðlaug­ur Þór sagði að Íslend­ing­ar væru reiðubún­ir til þess að leggja sitt af mörk­um til þess að um­gjörð og leik­regl­ur innri markaðar­ins virkuðu enda væri þýðing hans fyr­ir hags­muni EFTA-ríkj­anna inn­an EES afar mik­il.

„Ég hef sagt það áður og ít­reka það nú að ég mun sem ut­an­rík­is­ráðherra Íslands aldrei standa að því að Ísland samþykki á vett­vangi EES sam­starfs­ins upp­töku og inn­leiðingu þess­ar­ar lög­gjaf­ar þannig að hún feli í sér rík­is­ábyrgð á bankainni­stæður. Hefði slík lög­gjöf verið í gildi á sín­um tíma hefði Ices­a­ve-málið tap­ast fyr­ir dóm­stól­um. Lær­dóm­ur sög­unn­ar er þannig skýr,“ er haft eft­ir ut­an­rík­is­ráðherra í frétta­til­kynn­ingu.

Ráðherr­ann sagði standa upp úr hversu vel EES-samn­ing­ur­inn hefði reynst báðum aðilum og þeirri staðreynd þyrfti stöðugt að halda á lofti. Guðlaug­ur Þór sagði enn­frem­ur að mik­il­vægt væri að hafa í huga ávinn­ing­inn af tveggja stoða kerfi EES-samn­ings­ins þegar framþróun innri markaðar­ins væri ann­ars veg­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert