Peningaþvættisrannsókn vaxið í umfangi

Fólkið mun hafa farið ítrekað í banka og skipt um …
Fólkið mun hafa farið ítrekað í banka og skipt um 1 milljón króna yfir í evrur í hvert sinn. AFP

Peningaþvættismál sem hljóðar upp á hundruð milljóna króna og verið hefur til rannsóknar hjá héraðssaksóknara síðan í lok september hefur vaxið í umfangi. Bæði hefur grunuðum í málinu fjölgað, auk þess sem fjárhæðir hafa hækkað.

Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við mbl.is. Greint var frá því í lok september að þrír sættu gæsluvarðhaldi og tugir væru grunaðir í málinu, en peningaþvættið er talið hafa staðið yfir á þriðja ár. Það fór þannig fram, samkvæmt heimildum RÚV, sem greindi frá málinu á sínum tíma, að fólkið fór ítrekað í banka og skipti um 1 milljón króna yfir í evrur í hvert sinn.

„Það hefur vaxið frekar í umfangi en hitt og er enn þá til rannsóknar og það er nokkuð mikil vinna eftir áður en það klárast,“ segir Ólafur Þór.

Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari.
Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari. mbl.is/Árni Sæberg

Allir grunuðu eru ungir Íslendingar, á milli tvítugs og þrítugs. Enginn sætir gæsluvarðhaldi á þessu stigi málsins, enda er gæsluvarðhaldi vegna rannsóknarhagsmuna alltaf stillt í hóf, að sögn Ólafs Þórs. Sá sem lengst sætti gæsluvarðhaldi sætti því í um viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert