Cyclothon fær nýjan aðalstyrktaraðila

Frá rásmarki WOW Cyclothon 2017.
Frá rásmarki WOW Cyclothon 2017. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hjólreiðakeppnin, sem áður var undir merkjum flugfélagsins WOW air, verður haldin með óbreyttu sniði 24. til 26. júní 2020. Nýr aðalstyrktaraðili verður kynntur í næstu viku.

Þetta staðfestir Magnús Ragnarsson, eigandi keppninnar, í samtali við mbl.is.

„Keppnin verður algjörlega með óbreyttu sniði á næsta ári,“ segir Magnús. Verið sé að gera allar nauðsynlegar útlitsbreytingar, meðal annars á vefsíðu keppninnar, vegna nýs styrktaraðila.

Stefnt er að því að kynna nýjan aðalstyrktaraðila í næstu viku, auk þess sem Reykjadal verður afhent féð sem safnaðist í keppni síðasta árs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka