Guðmundur Ingi hefur talað mest allra þingmanna

Guðmundur Ingi Kristinsson í ræðustóli Alþingis. Gamall ræðukóngur honum að …
Guðmundur Ingi Kristinsson í ræðustóli Alþingis. Gamall ræðukóngur honum að baki. Skjáskot

Það stytt­ist í að haustþingi 150. lög­gjaf­arþings­ins ljúki og þing­menn fari í jóla­leyfi. Nú standa yfir nefnd­ar­dag­ar á Alþingi en þing­störf hefjast að nýju á mánu­dag­inn.

Sam­kvæmt starfs­áætl­un Alþing­is eru 12 þing­fund­ar­dag­ar fram að jóla­hléi, sem á að hefjast föstu­dag­inn 13. des­em­ber. Á þess­um tíma­punkti er vert að skoða hvaða þing­menn hafa talað lengst á yf­ir­stand­andi þing.

Í ljós kem­ur að í efsta sæt­inu er Guðmund­ur Ingi Krist­ins­son, þingmaður Flokks fólks­ins. Sam­kvæmt yf­ir­liti á vef Alþing­is hef­ur Guðmund­ur Ingi flutt 166 ræður og at­huga­semd­ir. Hann hef­ur talað í sam­tals 505 mín­út­ur, eða rúm­lega átta klukku­stund­ir. Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra er næst­ur í röðinni. Hann hef­ur flutt 144 ræður og at­huga­semd­ir og talað í 409 mín­út­ur. Inga Sæ­land, Flokki fólks­ins, hef­ur talað í 326 mín­út­ur, Birg­ir Þór­ar­ins­son Miðflokki í 299 mín­út­ur, Þor­steinn Sæ­munds­son, Miðflokki, í 284 mín­út­ur, Björn Leví Gunn­ars­son Pírati í 283 mín­út­ur og Þor­steinn Víg­lunds­son,Viðreisn, í 256 mín­út­ur, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert