Hlunnindi ráðamanna verði opinber

Hlunnindi stærri hóps opinberra starfsmanna verða gerð opinber.
Hlunnindi stærri hóps opinberra starfsmanna verða gerð opinber. mbl.is/Kristinn Magnússon

Frumvarp til laga um skráningu þeirra hagsmuna sem ráðamenn eiga að gæta og geta haft áhrif á störf þeirra hefur nú verið kynnt á samráðsgátt stjórnvalda.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra leggur frumvarpið fram, en efni þess nær til ráðherra og aðstoðarmanna þeirra, æðstu embættismanna í ráðuneytum og sendiherra.

Fólk í þessum störfum verður framvegis, nái lögin fram að ganga, að greina opinberlega frá ýmsum þeim hlunnindum sem það kann að njóta í starfi. Ráðherrum og aðstoðarmönnum þeirra verður til dæmis skylt að upplýsa um eignir sínar, ábyrgðir og skuldir sem eru fimm milljónir króna eða meira og eru ekki vegna íbúðarhúsnæðis, bílakaupa eða slíks. Einnig verður að tilkynna gjafir til viðkomandi sé virði þeirra meira en 50 þúsund krónur. Sömuleiðis verða settar reglur um aukastörf sem ráðamenn mega gegna.

Annað nýmæli í lagafrumvarpinu er að framvegis þarf að tilgreina sérstaklega ef svonefndir hagsmunaverðir koma að gerð stjórnarfrumvarpa, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta efni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert