Klausturmálið „birtingarmynd öfgahægris“

Klaustur Bar komst í fréttirnar í fyrra, vegna vægast sagt …
Klaustur Bar komst í fréttirnar í fyrra, vegna vægast sagt óheflaðs samtals sem sex þingmenn, sem nú eru allir í Miðflokknum, áttu þar um menn og málefni fyrir nákvæmlega ári síðan. mbl.is/Hari

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra telur að ekki ætti að ræða Klausturmálið sem einangrað atvik, heldur sé málið „líka birtingarmynd öfgahægris“ í stjórnmálum sem sjá megi bæði í Evrópu og Bandaríkjunum.

Þetta sagði Svandís í kvöldfréttum RÚV í kvöld, en síðdegis í dag ávarpaði hún málþingið Klausturgate sem Bára Halldórsdóttir, uppljóstrarinn af Klaustri, stóð fyrir í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar.

Þar var fjallað um Klausturmálið frá sjónarhóli þeirra sem þingmennirnir sex, sem sátu að sumbli 20. nóvember í fyrra, ræddu um. Í kvöldfréttum RÚV var haft eftir Svandísi að með þeim viðhorfum sem birtust í tali þingmannanna, sem voru meðal annars kvenfyrirlitning og fyrirlitning gagnvart fötluðu fólki, héngu líka efasemdir gagnvart loftslagsbreytingum, andstaða við kynfrelsi og fleiri hlutir sem öfgahægrimenn í stjórnmálum í Evrópu og Bandaríkjunum héldu á lofti.

Bára Halldórsdóttir, uppljóstrarinn af Klaustri, stóð fyrir málþinginu í dag.
Bára Halldórsdóttir, uppljóstrarinn af Klaustri, stóð fyrir málþinginu í dag. mbl.is/Eggert

Svandís sagði einnig að viðhorfin, „sem birtust ekki síst í viðbrögðum þeirra sem þarna töluðu,“ hefðu sett mark sitt á þingstörfin frá því að málið kom upp.

„Fleiri húrrandi klikkaðir en ég“

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, undraðist á því í ávarpi sínu á málþinginu að Miðflokkurinn nyti stuðnings eftir að orð þingmanna flokksins og þeirra sem síðar bættust í þingflokkinn voru opinberuð alþjóð.

„13,5% þjóðarinnar er bara ofboðslega sátt við þá. Er ekki eitthvað að? Það eru fleiri húrrandi klikkaðir en ég. Það finnst mér allavega,“ sagði Inga.

Frá málþinginu Klausturgate sem haldið var í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar …
Frá málþinginu Klausturgate sem haldið var í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar í dag. mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka