Hjólhýsi Loo víkja á Leyni

Malasíumaðurinn Loo Eng Wah stendur fyrir uppbyggingunni á Leyni.
Malasíumaðurinn Loo Eng Wah stendur fyrir uppbyggingunni á Leyni. mbl.is/​Hari

„Ég vona að það verði eng­um spurn­ing­um ósvarað eft­ir þenn­an fund. Það hef­ur aldrei verið ætl­un­in hjá sveit­ar­fé­lag­inu að troða þessu máli í gegn með valdi,“ seg­ir Har­ald­ur Birg­ir Har­alds­son, skipu­lags- og bygg­ing­ar­full­trúi í Rangárþingi ytra.

Sveit­ar­stjórn Rangárþings ytra held­ur op­inn kynn­ing­ar- og sam­ráðsfund vegna upp­bygg­ing­ar ferðaþjón­ustu á jörðunum Leyni 2 og 3 í kvöld. Fund­ur­inn verður hald­inn að Brú­ar­lundi í Landsveit klukk­an 20.

Morg­un­blaðið hef­ur fjallað ít­ar­lega um áformin að Leyni en mik­ill­ar óánægju hef­ur gætt með þau meðal hags­munaaðila á svæðinu. Malasíumaður­inn Loo Eng Wah hef­ur lýst því yfir í viðtali við blaðið að full­ur vilji sé fyr­ir því hjá sér og fjár­fest­um að baki verk­efn­inu að það sé gert í góðu sam­ráði við fólk á svæðinu.

Í nýrri til­lögu að deili­skipu­lagi hafa verið gerðar breyt­ing­ar á áform­um Loo og eru þau tals­vert smærri í sniðum nú. Til að mynda hef­ur verið ákveðið að um­deild hjól­hýsi á svæðinu verði fjar­lægð.

„Hjól­hýs­in fara. Þau hafa valdið mikl­um usla,“ seg­ir Har­ald­ur Birg­ir. „Þeir tóku ákvörðun um að byggja frek­ar lít­il hús á tjaldsvæðinu.“

Meira um málið i Morg­un­blaðinu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert