„Ég vona að það verði engum spurningum ósvarað eftir þennan fund. Það hefur aldrei verið ætlunin hjá sveitarfélaginu að troða þessu máli í gegn með valdi,“ segir Haraldur Birgir Haraldsson, skipulags- og byggingarfulltrúi í Rangárþingi ytra.
Sveitarstjórn Rangárþings ytra heldur opinn kynningar- og samráðsfund vegna uppbyggingar ferðaþjónustu á jörðunum Leyni 2 og 3 í kvöld. Fundurinn verður haldinn að Brúarlundi í Landsveit klukkan 20.
Morgunblaðið hefur fjallað ítarlega um áformin að Leyni en mikillar óánægju hefur gætt með þau meðal hagsmunaaðila á svæðinu. Malasíumaðurinn Loo Eng Wah hefur lýst því yfir í viðtali við blaðið að fullur vilji sé fyrir því hjá sér og fjárfestum að baki verkefninu að það sé gert í góðu samráði við fólk á svæðinu.
Í nýrri tillögu að deiliskipulagi hafa verið gerðar breytingar á áformum Loo og eru þau talsvert smærri í sniðum nú. Til að mynda hefur verið ákveðið að umdeild hjólhýsi á svæðinu verði fjarlægð.
„Hjólhýsin fara. Þau hafa valdið miklum usla,“ segir Haraldur Birgir. „Þeir tóku ákvörðun um að byggja frekar lítil hús á tjaldsvæðinu.“
Meira um málið i Morgunblaðinu.