Jón Atli og Kári í hópi áhrifamestu vísindamanna

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jón Atli Bene­dikts­son, rektor Há­skóla Íslands, og Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar og pró­fess­or við Lækna­deild Há­skóla Íslands, eru á nýj­um lista á veg­um hins virta grein­ing­ar­fyr­ir­tæk­is Cl­ari­vate Ana­lytics yfir áhrifa­mestu vís­inda­menn heims sem var birt­ur fyrr í vik­unni.

Sam­kvæmt til­kynn­ingu frá Há­skóla Íslands hef­ur Cl­ari­vate Ana­lytics und­an­far­in fimm ár birt slík­an lista og en hann nær til þess eins pró­sents vís­inda­manna inn­an hverr­ar fræðigrein­ar sem mest er vitnað til í vís­inda­grein­um sem birt­ast í alþjóðleg­um vís­inda­tíma­rit­um.

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar. mbl.is/​​Hari

List­inn bygg­ist á gögn­um úr gagna­bank­an­um Web of Science og í ár er tekið mið af til­vitn­un­um á ára­bil­inu 2008-2018. List­inn í ár nær til um 6.200 vís­inda­manna á 21 fræðasviði en þess má geta að í hópn­um eru 23 Nó­bels­verðlauna­haf­ar.

Lista Cl­ari­vate Ana­lytics yfir áhrifa­mestu vís­inda­menn heims má nálg­ast hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka