Banaslys varð í Hornafirði í gær

mbl.is

Banaslys varð á Þjóðvegi 1 í námunda við bæinn Viðborðssel í Sveitarfélaginu Hornafirði síðdegis í gær.

Slysið varð um klukkan 17.30 og bar að með þeim hætti að ekið var á gangandi vegfaranda.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu komu lögreglu- og sjúkraflutningamenn fljótlega á vettvang og rannsóknarnefnd umferðarslysa ásamt tæknimönnum frá lögreglu fylgdi svo í kjölfarið.

Var þjóðveginum lokað um tíma á meðan störfum var sinnt á vettvangi og fyrir vikið voru nokkrar umferðartafir fram eftir kvöldi.

Banaslysið er hið sjötta sem verður í umferðinni það sem af er ári. Síðasta banaslys í umferðinni varð í september.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert