Biðla til hóps fjárfesta

Stofn­end­ur og for­svars­menn flug­fé­lags­ins Play. (f.v.) Þórodd­ur Ari Þórodds­son, Bogi …
Stofn­end­ur og for­svars­menn flug­fé­lags­ins Play. (f.v.) Þórodd­ur Ari Þórodds­son, Bogi Guðmunds­son, Arn­ar Már Magnúson og Sveinn Ingi Steinþórs­son. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Forsvarsmenn Play reyna nú að kalla saman hóp fjárfesta í íslenskri ferðaþjónustu í von um að fá megi hann sameiginlega að fjárfestingu í félaginu. Treglega hefur gengið að fá fjárfesta til þess að skuldbinda sig til þátttöku í hlutafjársöfnun sem staðið hefur yfir um nokkurra vikna skeið.

Með fundinum freista aðstandendur félagsins þess að tryggja verulegan hluta þeirra 1,7 milljarða króna sem ætlunin er að safna meðal innlendra fjárfesta til verkefnisins.

Ekki tókst að ná í Arnar Má Magnússon, forstjóra Play, og er hann sagður í fundamaraþoni með mögulegum fjárfestum.

Fjárfestar sem Morgunblaðið hefur rætt við segja að stofnendur félagsins muni mögulega þurfa að slá af kröfum um 50% hlut í félaginu, eigi markmið um 1,7 milljarða í nýju fjármagni inn í félagið að nást.

Á sama tíma og Play hyggst hefja flug sem tengi saman Evrópu og Bandaríkin með millilendingu á Íslandi hefur SAS tilkynnt að á næsta ári muni félagið hefja beint flug milli Danmerkur og Bandaríkjanna á nýjum og langdrægum A321LR-þotum.

Meira um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert