Fylgi Sjálfstæðisflokksins nær nýjum lægðum

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á góðri stundu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fylgi Sjálf­stæðis­flokks­ins mæl­ist 18,1% sam­kvæmt niður­stöðum nýrr­ar skoðana­könn­un­ar MMR og hef­ur fylgi flokks­ins ekki mælst lægra í könn­un­um fyr­ir­tæk­is­ins. Lægst hafði fylgið áður farið í 18,3% í sept­em­ber. Fylgið fór upp í 21,1% í októ­ber og hef­ur því lækkað um þrjú pró­sentu­stig á milli mánaða. Flokk­ur­inn mæl­ist þó áfram með mest fylgi.

Mun­ur­inn á flokk­un­um inn­an vik­marka

Miðflokk­ur­inn mæl­ist með næst­mest fylgi eða 16,8% og hef­ur fylgi flokks­ins ekki áður mælst svo mikið í könn­un­um MMR. Eykst fylgi flokks­ins um 3,3% á milli mánaða. Má gera ráð fyr­ir að fylgisaukn­ing Miðflokks­ins sé einkum á kostnað Sjálf­stæðis­flokks­ins. Ein­ung­is mun­ar 1,3 pró­sentu­stig­um á flokk­un­um sem er inn­an vik­marka könn­un­ar­inn­ar.

Sam­fylk­ing­in er í þriðja sæti með 13,2% og minnk­ar fylgi flokks­ins um rúm tvö pró­sentu­stig frá síðustu könn­un MMR. Þá var Sam­fylk­ing­in ann­ar stærsti flokk­ur­inn. Pírat­ar koma næst­ir og bæta við sig um tveim­ur pró­sentu­stig­um. Vinstri hreyf­ing­in — grænt fram­boð mæl­ist með 10,6% fylgi og bæt­ir við sig um einu pró­sentu­stigi.

Viðreisn mæl­ist með 9,7% fylgi sem er svipað og í síðasta mánuði og hliðstæða sögu er að segja af Fram­sókn­ar­flokkn­um en hann er með 9,4%. Fylgi Flokks fólks­ins mæl­ist 6,3% miðað við 8% síðast og Sósí­al­ista­flokk­ur Íslands mæl­ist með 3%.

Fylgi við rík­is­stjórn­ina er 41,5% sam­kvæmt könn­un­inni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert