Gróðurhúsagas breytist fljótt í stein

CarbFix hefur á Hellisheiði þróað aðferð við að dæla koltvíoxíði …
CarbFix hefur á Hellisheiði þróað aðferð við að dæla koltvíoxíði ofan í jörðina. mbl.is/RAX

Orka náttúrunnar (ON) ætlar að margfalda kolefnisförgun við jarðvarmavirkjanir á Hengilssvæðinu. Það tengist ákvörðun Orkuveitu Reykjavíkur (OR), móðurfélags ON; um að kolefnisjafna alla starfsemi samstæðunnar fyrir árslok 2030. Það er tíu árum fyrr en áður hafði verið ákveðið. Nú eru bundin 33 tonn af gróðurhúsalofttegundinni koltvíoxíði (CO2) á hverjum degi við Hellisheiðarvirkjun. Það samsvarar losun frá daglegu lífi um 1.000 Íslendinga.

Kolefnisförgun við Hellisheiðarvirkjun hófst 2014. Þá hafði CarbFix-aðferðin verið þróuð í samvinnu OR, Háskóla Íslands og erlendra vísindamanna frá 2007. Koltvíoxíði úr jarðhitagufu er blandað við vatn og dælt djúpt í berglög. Þar steinrennur það. Sama aðferð nýtist til að binda brennisteinsvetni (H2S) sem kemur upp með jarðgufunni.

Bergið er eins og svampur

Að sögn OR eru um 70% af brennisteinsvetninu sem kemur upp við jarðhitanýtinguna bundin sem steindir í jarðlögum við virkjunina. Stefnt er að því að farga öllu brennisteinsvetninu samhliða koltvíoxíðinu með aukinni bindingu.

Edda Sif Pind Aradóttir, verkefnisstjóri CarbFix-verkefnisins hjá OR, sagði að dælt væri niður í berg sem væri mjög gropið. „Það er heilmikið pláss í því, þetta er eins og svampur og mjög sprungið. Gasið er uppleyst í vatni og er það þar til það steinrennur,“ sagði Edda. „Það er nóg pláss og þetta er ekki takmarkandi þáttur við beitingu þessarar aðferðar í tengslum við rekstur t.d. Hellisheiðarvirkjunar.“

Meira um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert