Landsréttur sýknaði Jón Steinar

Benedikt Bogason og Jón Steinar Gunnlaugsson.
Benedikt Bogason og Jón Steinar Gunnlaugsson. Samsett mynd

Jón Steinar Gunnlaugsson var í dag sýknaður í Landsrétti í meiðyrðamáli Benedikts Bogasonar hæstaréttardómara gegn honum. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu skal standa óraskaður. 

Í mál­inu fór Bene­dikt fram á að um­mæli í bók Jón Stein­ars í rit­inu „Með lognið í fangið - Um af­glöp Hæsta­rétt­ar eft­ir hrun“ yrðu dæmd dauð og ómerk. Þá fór dómarinn einnig fram á að fá greidd­ar tvær millj­ón­ir í miska­bæt­ur.

Byggði hann mál­sókn sína á að um­mæl­in „dóms­morð“ væru ærumeiðandi aðdrótt­an­ir eins og þau birt­ust í bók­inni og Jón Stein­ar hefði með þeim full­yrt að Bene­dikt hefði af ásetn­ingi kom­ist að rangri niður­stöðu í dóms­máli með þeim af­leiðing­um að sak­laus maður hefði verið sak­felld­ur og dæmd­ur í fang­elsi.

„Alvarlegar ásakanir í garð dómaranna“ að mati Landsréttar

Héraðsdómur féllst ekki á röksemdir Benedikts og sagði í niðurstöðu dómara að þrátt fyrir að Jón Steinar tæki sterkt til orða sakaði hann Benedikt hvergi um refsivert athæfi. Ummælunum hefði ekki verið beint persónulega að Benedikt, heldur að Hæstarétti í heild.

Því síðastnefnda er Landsréttur reyndar ósammála, en í niðurstöðu dómsins segir í ummælum Jóns Steinar felist „alvarlegar ásakanir í garð dómaranna í málinu, séu þau virt eins og sér.“

Landsréttur segir að af þessum sökum verði ekki fallist á með Jóni Steinari um að Benedikt „geti ekki átt aðild að kröfu á hendur honum vegna tilvitnaðra ummæla.“

Héraðsdómur skal þó standa óraskaður, samkvæmt niðurstöðu Landsréttar. Málskostnaður fyrir Landsrétti var felldur niður.

Dómur Landsréttar í málinu

Fréttin hefur verið uppfærð eftir að dómur Landsréttar var birtur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka