Látið reyna á hvort breytingar nást fram

Það kemur í ljós fyrir miðja næstu viku hvort samningamenn …
Það kemur í ljós fyrir miðja næstu viku hvort samningamenn bænda ná fram breytingum á samkomulagi um endurskoðun búvörusamninga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Mér finnst aðdáunarvert að Bændasamtök Íslands hafi tekið þann pól í hæðina að hlusta á grasrótina. Það sýnir félagsþroska á þeim stað. Ég vona að þau nái árangri í viðræðunum,“ segir Þröstur Aðalbjarnarson, bóndi á Stakkhamri á Snæfellsnesi, um ákvörðun stjórnar Bændasamtaka Íslands um að fresta atkvæðagreiðslu meðal bænda um endurskoðun búvörusamnings og leita eftir viðræðum við ríkisvaldið um breytingar á samkomulaginu.

„Við erum hagsmunafélag bænda og vinnum fyrir bændur. Við fengum undirskriftalista þar sem bændur lýsa áhyggjum yfir ákveðnum atriðum í samningnum. Ákveðið var að fresta atkvæðagreiðslunni um viku og láta reyna að það hvort við fengjum mögleika á breytingum,“ segir Guðrún S. Tryggvadóttir, formaður Bændasamtaka Íslands.

Atkæðagreiðslan hefst að óbreyttu miðvikudaginn 27. nóvember. Fulltrúar Bændasamtakanna hafa hafið viðræður við fulltrúa ríkisins. „Þetta er tíminn sem við höfum. Það verður að koma í ljós hvort við náum úrbótum eða ekki,“ segir Guðrún þegar hún er spurð að því hvort þessi tími dugi.

340 bændur höfðu á þriðjudag skrifað undir áskorun um að aftur verði sest að samningaborðinu. Eitthvað hefur bæst við síðan og Þröstur segir að áfram verði tekið við listum næstu daga.

Meira um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka