Mótmæla mjög áformum borgar

Val barnanna stendur á milli mikillar umferðaæðar eða Veðurstofuhæðar til …
Val barnanna stendur á milli mikillar umferðaæðar eða Veðurstofuhæðar til að komast í skólann. mbl.is/Kristinn Magnússon

Foreldrar barna í Hlíðaskóla sem búsettir eru í Suðurhlíðum í Reykjavík mótmæla harðlega fyrirhugaðri breytingu á skólaakstri ungra barna í hverfinu. Hefur Reykjavíkurborg til skoðunar að leggja niður akstur með hópbifreiðum í nokkrum skólahverfum í borginni en á móti eiga nemendur kost á strætókorti án endurgjalds sé vegalengd frá heimili þeirra að skóla meiri en 1,5 km.

Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata segja að breyting þessi sé meðal annars „til þess fallin að bæta aðgengi yngstu kynslóðarinnar að almenningssamgöngum sem styður við markmið stjórnvalda í umhverfis- og loftslagsmálum“.

Eirný Þórólfsdóttir, sem situr í stjórn foreldrafélags Hlíðaskóla, segir engar strætósamgöngur vera á milli Suðurhlíða og Hlíðaskóla. Bendir hún jafnframt á að um erfiða gönguleið sé að ræða yfir Veðurstofuhæð, en þar sé bersvæði mikið, lítið um götulýsingar og vetrarþjónusta lítil á göngustígum. Leiðin sé því vart örugg fyrir unga krakka.

Foreldrar í Suðurhlíðum telja fullvíst að einkabíllinn komi í stað skólabílsins ákveði borgin að fella niður þjónustuna, en slíkt sé vart í samræmi við stefnu Reykjavíkurborgar í umhverfismálum.

Meira um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert