Aðallega þekkt sem eiginkona einhvers

Eliza Reid, forsetafrú Íslands.
Eliza Reid, forsetafrú Íslands. mbl.is/Kristinn Magnússon

El­iza Reid, for­setafrú Íslands, var í viðtali í sjónvarpsþættinum „Greater Boston“ vestanhafs á fimmtudaginn þar sem hún fjallaði um sitt furðulega starf; að vera forsetafrú.

Í viðtalinu sagði Eliza meðal annars að þrátt fyrir að Ísland hefði náð langt í jafnréttismálum væri enn langur vegur eftir ófarinn. 

„Það eru þessar væntingar og tilfinningar um að þú sért aðallega þekkt sem eiginkona einhvers,“ sagði Eliza um það að vera forsetafrú. Hún sagðist reyna að halda margar ræður til að fólk sjái að hún standi ekki eingöngu þögul við hlið eiginmanns síns.

Eliza skrifaði grein sem birtist í New York Times í byrjun október þar sem hún starfið þar sem enginn dagur er eins.

„Í stuttu máli sagt þá er það enn skrýtið að vera for­setafrú, jafn­vel árið 2019,“ skrifaði Eliza í áðurnefnda grein.

Þá sagðist Eliza reyna að fylgja eft­ir hug­mynd­um sín­um um það hvernig hún vilji nú­tíma­væða embætti for­setafrú­ar, m.a. með því að flytja ræður sem hún hafi samið sjálf þegar hún taki þátt í „maka­dag­skrá“ í op­in­ber­um heim­sókn­um er­lend­is. Eins kjósi hún að taka þátt í pall­borðsum­ræðum þar sem færi gef­ist á að sýna styrk­leika Íslands.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert