Boða til mótmæla á Austurvelli í dag

Mótmælafundurinn fer fram klukkan 14 í dag á Austurvelli.
Mótmælafundurinn fer fram klukkan 14 í dag á Austurvelli. mbl.is/Ómar Óskarsson

Boðað hef­ur verið til mót­mæla­fund­ar á Aust­ur­velli klukk­an 14 í dag. 

Stjórn­ar­skrár­fé­lagið, Efl­ing stétt­ar­fé­lag, Öryrkja­banda­lagið, Sam­tök kvenna um nýja stjórn­ar­skrá, Gegn­sæi, sam­tök gegn spill­ingu, og hóp­ur al­mennra borg­ara og fé­laga­sam­taka boða til mót­mæla­fund­ar­ins. Ræðumenn á fund­in­um verða þau Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formaður Efl­ing­ar, Atli Þór Fann­dal blaðamaður, Þórður Már Jóns­son lögmaður og Auður Önnu Magnús­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Land­vernd­ar. Þá mun hljóm­sveit­in HAT­ARI vera með tón­list­ar­atriði. 

Kröf­ur mót­mæl­enda eru þríþætt­ar. Í fyrsta lagi er þess kraf­ist að Kristján Þór Júlí­us­son sjáv­ar­út­vegs­ráðherra segi af sér, í öðru lagi að Alþingi lög­festi nýja og end­ur­skoðaða stjórn­ar­skrá og í þriðja lagi að arður af nýt­ingu sam­eig­in­legra auðlinda lands­manna renni í sjóði al­menn­ings. 

„Al­menn­ing­ur í Namib­íu er rænd­ur af ís­lenskri stór­út­gerð. Al­menn­ing­ur á Íslandi er rænd­ur arðinum af auðlind­um sín­um. Tug­ir millj­arða eru færðir ár­lega í vasa stór­út­gerða sem ættu að renna í sjóði al­menn­ings til upp­bygg­ing­ar sam­fé­lags­ins,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá skipu­leggj­end­um mót­mæl­anna. 

„Órétt­lætið þrífst í skjóli úr­eltr­ar stjórn­ar­skrár og póli­tískr­ar spill­ing­ar. Stjórn­mála­flokk­ar standa auðsveip­ir gagn­vart sér­hags­mun­um ör­fárra sem náð hafa helj­ar­taki á þjóðlíf­inu í skjóli lög­verndaðs arðráns og ofsa­gróða. Fjár­hags­leg sam­skipti stór­út­gerða og stjórn­mála­manna og stjórn­mála­flokka þarf að rann­saka og skera upp her­ör gegn skatta­skjól­um og pen­ingaþvætti.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert