Heimsigling Magna gengur að óskum

Magni á siglingu í Víetnam.
Magni á siglingu í Víetnam.

Magni, hinn nýi og öflugi dráttarbátur Faxaflóahafna, hefur verið á heimsiglingu frá því í síðasta mánuði. Báturinn var smíðaður í Víetnam og er siglingin til Íslands rúmar 10.000 sjómílur.

Magni lagði af stað til Íslands 19. október. Hann var í gær staddur á miðju Rauðahafi og áætlar að ná að Suez-skipaskurðinum þriðjudaginn 26. nóvember.

Þá er áætlað að báturinn komi til Rotterdam í Hollandi um miðjan desember. Heimsiglingin hefur gengið að óskum til þessa, samkvæmt upplýsingum Gísla Jóhanns Hallssonar, yfirhafnsögumanns Faxaflóahafna. Áhöfn á vegum skipasmíðastöðvarinnar siglir bátnum.

Að sögn Gísla hefur verið ákveðið að Magni verði í Rotterdam fram yfir áramót. Ekki var talið heppilegt að báturinn væri að koma til Reykjavíkur um jólaleytið. Magni mun svo leggja í hann til Íslands strax eftir áramótin og yrði þá í Reykjavík fyrir miðjan janúar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert