Landeigendur halda heiðinni

Leitarmenn reka fé af Arnarvatnsheiðinni til Fljótstunguréttar.
Leitarmenn reka fé af Arnarvatnsheiðinni til Fljótstunguréttar. mbl.is/Sigríður Kristinsdóttir

Arnarvatnsheiði og þar með Eiríksjökull eru í einkaeigu. Það er staðfest með dómi Héraðsdóms Vesturlands frá því gær. Með honum er staðfestur úrskurður óbyggðanefndar sem ríkið sætti sig ekki við.

Ríkið gerði kröfu um það til óbyggðanefndar á sínum tíma að Arnarvatnsheiði væri þjóðlenda. Því var hafnað og réð miklu að hægt var að framvísa kaupbréfi frá árinu 1398 þar sem jörðinni Kalmanstungu er lýst nákvæmlega. Sama gilti um Eiríksjökul, þar sem hann er innan Kalmanstungujarðanna.

Afréttur seldur undan jörðinni

Ríkið höfðaði mál gegn landeigendum, sem eru eigendur Kalmanstungu I og II og Sjálfseignarstofnun um Arnarvatnsheiði og Geitland, til að fá úrskurði óbyggðanefndar hnekkt og að svæðið yrði viðurkennt sem þjóðlenda. Umrætt svæði skiptist í sameignarland Kalmanstungu I og II, sunnan Norðlingafljóts, og Arnarvatnsheiði norðan fljóts en það svæði var selt undan Kalmanstungu fyrir og um aldamótin 1900 til afréttarnota. Það land komst í eigu tveggja hreppa og var síðar afhent sjálfseignarstofnun, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert