Leynd yfir samningi Ríkisútvarpsins

Á árunum 2016-2018 tekjufærði Ríkisútvarpið hagnað af sölu byggingarréttar á …
Á árunum 2016-2018 tekjufærði Ríkisútvarpið hagnað af sölu byggingarréttar á lóð félagsins, samtals upp á 1.738 milljónir króna mbl.is/Eggert Jóhannesson

Margrét Magnúsdóttir, starfandi útvarpsstjóri, segir samning RÚV um lóðasölu ekki verða afhentan. Viðsemjandi RÚV hafi enda ekki verið því samþykkur „meðal annars í ljósi þess að hér sé um að ræða upplýsingar sem geti átt undir 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, þ.e. fjárhags- eða viðskiptahagsmuni hans“.

Samhliða lóðasölunni og uppbyggingu íbúða réðst RÚV í endurnýjun inngangs og nærumhverfis. Magnús Geir Þórðarson, sem lét af embætti útvarpsstjóra föstudaginn 15. nóvember, sagði við Morgunblaðið á sínum tíma að hann hefði ekki umbeðnar upplýsingar.

Margrét upplýsti þetta hins vegar. „Heildarkostnaður RÚV við að endurnýja lóðina og umhverfi Útvarpshússins var um 354 milljónir. Megnið af þessum breytingum var nauðsynlegt vegna sölu lóðarinnar, t.d. uppbygging bílastæða og aðkomu, lagnir o.fl. Samhliða gafst tækifæri til að fara í tímabært viðhald á umhverfi og aðkomu Útvarpshússins.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert