Misjafn gangur í rjúpnaveiðunum

Áki Ármann Jónsson, formaður Skotveiðifélags Íslands.
Áki Ármann Jónsson, formaður Skotveiðifélags Íslands. mbl.is/Kristinn Magnússon

Rjúpnaveiðar hafa gengið mjög misjafnlega það sem af er veiðitímanum, bæði eftir dögum og landsvæðum, að sögn Áka Ármanns Jónssonar, formanns Skotveiðifélags Íslands (Skotvís).

Leyft er að ganga til rjúpna í 22 daga í nóvember. Veiða má alla daga mánaðarins nema miðvikudaga og fimmtudaga.

„Maður hefur heyrt mjög misjafnar sögur af veiðum,“ segir Áki í Morgunblaðinu í dag. Eftir því sem hann hafði heyrt höfðu sumir fengið ágæta veiði einn daginn og farið svo daginn eftir og ekki séð svo mikið sem fjöður. „Þetta sveiflast mikið eftir veðri og aðstæðum. Rjúpan er mikið á ferðinni eftir veðri. Hún getur legið í snjólínu einn daginn. Svo getur snjólínan verið horfin daginn eftir og þá er rjúpan dreifð út um allt.“ Áki sagði að veðursveiflur hefðu verið algengar víða í haust.

Samkvæmt því sem Áki hafði heyrt hefur gengið einna best að veiða á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert