Viðræður um sölu Loðskinns

Sútuð skinn hjá Atlantic Leather.
Sútuð skinn hjá Atlantic Leather.

Skiptastjóri þrotabús sútunarverksmiðjunnar Atlantic Leather, áður Loðskinns, á Sauðárkróki hefur átt í viðræðum við nokkra aðila um sölu á eignum búsins.

Þær hafa leitt til undirritunar viljayfirlýsingar um sölu við eitt fyrirtækjanna og vinna nú báðir aðilar að því að ganga frá þeim fyrirvörum sem í yfirlýsingunni felast, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Bjarga verðmætum

Atlantic Leather var tekið til gjaldþrotaskipta í síðasta mánuði og sagði Stefán Ólafsson skiptastjóri í kjölfarið öllu starfsfólki upp störfum. Mál hafa hins vegar þróast þannig að nokkrir fyrrverandi starfsmenn hafa tekið að sér að ljúka framleiðslu á vörum sem komnar voru langt í framleiðslu. Segir Stefán að með því sé verið að bjarga verðmætum og reyna að fá fjármuni inn í búið, upp í kröfur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert