Vilja ræða við Samherjamenn og samvinnu við yfirvöld

Paulus Noa, framkvæmdastjóri ACC, spillingarlögreglu Namibíu, segist vilja ná tali …
Paulus Noa, framkvæmdastjóri ACC, spillingarlögreglu Namibíu, segist vilja ná tali af eigendum Samherja á næstunni. Þorsteinn Már Baldvinsson, einn af eigendnum Samherja sem nýlega hætti tímabundið sem forstjóri, er hér fremstur á myndinni. mbl.is/​Hari

Þremenningarnir sem ACC, spillingarlögreglan í Namibíu, leitar enn að eftir að Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins, var handtekinn í dag, eru hákarlarnir þrír svokölluðu, en þeir mynduðu ásamt Esau kjarnann í hópi þeirra valdamanna sem talið er að hafi tekið við mútugreiðslum frá Samherja fyrir ódýrt aðgengi að hrossamakríl. Þetta sagði Paulus Noa, framkvæmdastjóri ACC, í kvöldfréttum RÚV.

Hákarlarnir þrír eru þeir James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformaður ríkisútgerðarfélagsins Fishcor, Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu, og Tamson Hatuikulipi, tengdasonur Esau og náfrændi James.

James Hatuikulipi hefur sagt af sér stjórnarformennsku í Fischor, ríkisreknu …
James Hatuikulipi hefur sagt af sér stjórnarformennsku í Fischor, ríkisreknu sjávarútvegsfyrirtæki Namibíu. Ljósmynd af vef Seaflower

Þá kom einnig fram í máli Noa á RÚV að samkvæmt vísbendingum lögreglunnar séu tveir þeirra sem leitað er að enn í landinu. Í síðustu viku greindi namibíski miðillinn The Namibian frá því að þeir Tamson Hatuikulipi og Sacky Shanghala hafi ný­verið farið til Höfðaborg­ar í Suður-Afr­íku og ekki snúið aft­ur til Namib­íu. Noa sagði við RÚV að handtaka mannanna væri óumflýjanleg. Eignir þeirra voru frystar í síðustu viku vegna rannsóknarinnar.

Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu (t.v.), ásamt Jóhannesi Stefánssyni, uppljóstrara …
Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu (t.v.), ásamt Jóhannesi Stefánssyni, uppljóstrara og þáverandi starfsmanni Samherja, árið 2014. Ljósmynd/Wikileaks

Vonaðist Noa einnig eftir góðri samvinnu við íslensk stjórnvöld við rannsóknina og að ná tali af eigendum Samherja, eða starfsmönnum fyrirtækisins sem gætu aðstoðað við rannsóknina.

Bern­h­ar­dt Esau, fyrrverandi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Namib­íu.
Bern­h­ar­dt Esau, fyrrverandi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Namib­íu. Ljósmynd/Sjávarútvegsráðuneyti Namibíu
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert