Skelfur við Bárðarbungu

Nokkrir skjálftar hafa riðið yfir við Bárðarbungu nú í nótt. …
Nokkrir skjálftar hafa riðið yfir við Bárðarbungu nú í nótt. Sá stærsti var 4,0 að stærð. mbl.is/RAX

Á fimmta tímanum nú í morgun urðu nokkrir skjálftar við Bárðarbunguöskjuna í Vatnajökli. Stærsti skjálftinn reið yfir klukkan 04:22 og var 4,0 að stærð. Var hann á 0,1 kílómetra dýpi. Sex mínútum síðar fylgdi annar skjálfti eftir að stærð 3,5 og þá hafði einn skjálfti upp á 3,1 riðið yfir hálfri mínútu fyrir stærsta skjálftann.

Samkvæmt vakthafandi jarðvísindamanns á Veðurstofunni eru engin merki um gosóróa.

Þrír minni skjálftar hafa mælst til viðbótar, sá stærsti 2,8 að stærð.

Nokkrir skjálftar hafa mælst við Bárðarbungu í nótt.
Nokkrir skjálftar hafa mælst við Bárðarbungu í nótt. Kort/Veðurstofa Íslands
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka