Ákall um að samfélagið gæti barna

Verri líðan skýrist að miklu leyti af félagslegum og efnahagslegum …
Verri líðan skýrist að miklu leyti af félagslegum og efnahagslegum bakgrunni ungmennanna en ungmennin sem um ræðir voru á aldrinum 11 til 16 ára þegar rannsókn Eyrúnar var framkvæmd. mbl.is/Hari

Huga þarf betur að tengslaneti ungmenna af erlendum uppruna hérlendis en vísbendingar um það að ungmennum af pólskum og asískum uppruna líði verr en ungmennum af íslenskum uppruna koma fram í doktorsritgerð Eyrúnar Maríu Rúnarsdóttur, aðjunkts í uppeldis- og menntunarfræði.

Eyrún María Rúnarsdóttir.
Eyrún María Rúnarsdóttir.

„Mér finnst þetta vera ákall fyrir ýmsar stofnanir og samfélagið í heild sinni að taka höndum saman og gæta að öllum börnum í þessu samfélagi, alveg sama hvaðan þau eru eða hvaða hópi þau tilheyra,“ segir Eyrún í Morgunblaðinu í dag, en hún varði ritgerð sína síðastliðinn föstudag.

Hún tekur þó fram að það sé mikilvægt að alhæfa ekki um ungmenni af erlendum uppruna. „Það sem ég vil fyrst og fremst leggja áherslu á er að þetta er afar fjölbreyttur hópur.“

Verri líðan skýrist að miklu leyti af félagslegum og efnahagslegum bakgrunni ungmennanna en ungmennin sem um ræðir voru á aldrinum 11 til 16 ára þegar rannsókn Eyrúnar var framkvæmd.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert