Hin árlega Bókamessa í bókmenntaborg var haldin í Hörpu um helgina. Hið víðfræga jólabókaflóð fór því formlega af stað um helgina og er að minnsta kosti mánuður í að stríðum straumum þess linni.
Á Bókamessunni böðuðu gestir sig í bókaflóði ársins, hittu höfunda og útgefendur, hlustuðu á upplestra, fóru í ratleiki, spáðu í stjörnur, fylgdust með hljóðbókum verða til, nutu ljóðastunda og svo má heillengi telja.
Komandi bókajól eru nokkuð mikil um sig en allar bækur sem útgefnar hafa verið á árinu voru viðfang messunnar. Því hefur verið nóg að skoða og ræða í Hörpu þessa helgina.