Í einangrun eftir heimilisofbeldi

Atlaga mannsins að eiginkonu sinni stóð yfir í talsverðan tíma.
Atlaga mannsins að eiginkonu sinni stóð yfir í talsverðan tíma. mbl.is/Hanna

Landsréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa beitt eiginkona sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi á heimili þeirra í þessum mánuði. Hann á einnig að sæta einangrun í gæsluvarðhaldinu sem rennur út á morgun kl. 16.  

Manninum er gert að sök að hafa beitt konu sína ofbeldi þegar hún kom heim úr vinnu um hádegi. Hann hótaði henni lífláti, reif af henni fötin, tók af henni símann og beitt hana grófu kynferðislegu ofbeldi í svefnherbergi þeirra í langan tíma. Því næst fór maðurinn með konuna í eldhúsið og skipað henni að þrífa gólfið þar og á baðherberginu auk fleiri athafna. Atlagan stóð yfir í langan tíma, að því er fram kemur í úrskurði Héraðsdóms Suðurlands frá 19. nóvember.  

Konan hafði samband við fjölskyldu sína og óskaði eftir hjálp við að komast af heimilinu. Maðurinn var handtekinn daginn eftir og færður á lögreglustöðina. 

Lögreglan hefur einnig til rannsóknar líkamlegt ofbeldi sem hafi átt sér stað í október síðastliðinn.

Eftir því sem næst verði komist er maðurinn ekki með dvalarleyfi hér á landi en lögregla vinnur að því að afla frekari upplýsinga um það. Rannsókn málsins er á frumstigi og er skammt á veg komin.

<a href="https://www.landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=114cf7fb-d7c6-4345-9bc5-87764b32f272" target="_blank">Úrskurður Landsréttar.  </a>
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert