Suðurnesin taka toppsætið í hagvexti

Tíu prósenta hagvöxtur á Suðurnesjum á ári er fyrst og …
Tíu prósenta hagvöxtur á Suðurnesjum á ári er fyrst og fremst tilkominn vegna stórfjölgunar ferðamanna um Keflavíkurflugvöll. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Framleiðsla landsmanna jókst um allt land á árunum 2012 til 2017 en þó mest á ferðamannaslóðum. Umsvifin eru mismikil í einstökum landhlutum.

Þetta má lesa út úr nýrri skýrslu dr. Sigurðar Jóhannessonar hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands sem unnin var í samvinnu við þróunarsvið Byggðastofnunar.

Þessar úttektir hafa verið unnar með reglulegum hætti á umliðnum árum en nú er tekið fyrir eitt mesta hagvaxtarskeið landsmanna á síðari tímum, árin 2012-2017.

Í seinustu úttekt sem birt var fyrir ári kom í ljós að mesti hagvöxturinn frá hruni þá var á Suðurlandi en nú hafa Suðurnesin tekið forystuna. Þar munar mest um 16% hagvöxt á árinu 2017. Á Suðurnesjum jókst framleiðsla að meðaltali um rúm 10% á ári frá 2012 til 2017 á meðan framleiðsla yfir landið allt jókst að meðaltali um tæp 5% á þessum árum.

Suðurland kemur næst með 5,9% hagvöxt og framleiðsla jókst um 5% á ári að jafnaði á höfuðborgarsvæðinu, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert