Frestur til úrbóta er að renna út

Þingvallavatn. Mengun berst í vatnið eftir ýmsum leiðum.
Þingvallavatn. Mengun berst í vatnið eftir ýmsum leiðum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur að ósk Umhverfisstofnunar frestað því að senda bréf til sumarhúsaeigenda og bænda við Þingvallavatn til að minna á að frestur til að koma upp meira en tveggja þrepa hreinsun skólps rennur út um áramót.

Tilgangur bréfsins er einnig að afla upplýsinga um stöðu frárennslismála hjá eigendum húsa við vatnið, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Á grundvelli laga um verndun vatnasviðs Þingvallavatns var sett reglugerð á árinu 2006 um að hreinsun skólps frá öllum húsum skyldi vera meiri en tveggja þrepa. Á árinu 2009 var reglugerðinni breytt og frestur gefinn til 1. janúar 2020.

Tilgangur stífra reglna um hreinsun er að reyna að vernda Þingvallavatn. Vatnið hefur verið að breytast á undanförnum áratugum. Flóra þörunga í svifi hefur aukist og dregur úr tærleika vatnsins. Rannsóknir hafa sýnt að breytingarnar megi rekja til aukins magns niturs í vatninu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert