Hlustar ekki á fræðinga heldur étur allt

Helgi Ólafsson á Raufarhöfn man tímana tvenna, er í fullu …
Helgi Ólafsson á Raufarhöfn man tímana tvenna, er í fullu fjöri níræður og hefur veitt rjúpu í 77 ár.

Ekki er á vísan að róa þegar rjúpan er annars vegar. „Ekkert hefur gengið, það er engin veiði og það er mesta skömmin,“ segir Helgi Ólafsson á Raufarhöfn. Hann er með reyndari rjúpnaveiðimönnum landsins, hefur farið á rjúpu undanfarin 77 haust, fyrst þegar hann var 13 ára, en fer ekki meira í ár.

„Ég verð í sjötugsafmæli hjá syni mínum fyrir sunnan um næstu helgi,“ útskýrir hann og leggur áherslu á að hann sé ekki athafnamikill veiðimaður. „Ég fer bara af og til,“ áréttar hann.

Varpárgangar rjúpunnar hafa verið misjafnir og stofnsveifla því algeng. Það er þó ekki einhlít skýring á dræmri veiði í grennd við Raufarhöfn í líðandi mánuði. „Við vitum ekki enn hvernig á þessu stendur en málið er umræðuefni á svæðinu,“ segir Helgi. „Staðan er eins alls staðar hérna, alveg inn á Þeistareyki og hingað og þangað. Það er bara lítið um rjúpu.“

Helgi er rafvirkjameistari og var umboðsmaður Morgunblaðsins á Raufarhöfn í um þrjá áratugi. Þrátt fyrir að vera orðinn 90 ára er hann enn á vinnumarkaði. „Ég gríp í verkefni, þegar færi gefst, til þess að halda mér lifandi,“ segir hann, en um þessar mundir vinnur hann hjá Smára Frey Hilmarssyni við endurbyggingu á söltunarbakkanum. „Hann er mikill fagmaður,“ segir Helgi um Smára.

Sjá viðtal við Helga í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert