Metfjöldi ökutækja í förgun

Ökutækjum fargað.
Ökutækjum fargað. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fyrstu tíu mánuði ársins komu tæplega 9.900 ökutæki til úrvinnslu, eða um 200 fleiri en á sama tíma í fyrra. Árið 2018 komu 11.400 ökutæki til úrvinnslu, sem var metár í þessu efni. Með sama áframhaldi verður nýtt met sett í förguninni á þessu ári.

Ólafur Kjartansson, framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs, segir meðalaldur ökutækja svipaðan og í fyrra, eða um 17 ár. Metfjöldi ökutækja til úrvinnslu hefur því ekki haft marktæk áhrif á meðalaldurinn.

Þetta gæti birst í losun koldíoxíðs frá bílaflotanum. Almennt er losunin meiri því eldri sem bílar eru. Samkvæmt Samgöngustofu eru 225 þúsund fólksbílar í umferð. Það er metfjöldi og 2.300 fleiri en í ársbyrjun og 50 þúsund fleiri en 2013.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur rfam, að meðalaldur fólksbíla á Íslandi var 12,3 hár í fyrra, eða hærri en árið áður. Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, telur í ljósi lítillar bílasölu í ár að meðalaldurinn hækki í ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert