Ragnhildur Þrastardóttir
Ekki er útlit fyrir að kjarasamningar ríkis og BSRB, Bandalags starfsmanna ríkis og bæjar, verði undirritaðir fyrir mánaðamót að sögn formanns BSRB og formanns samninganefndar ríkisins.
BSRB og Sameyki, sem er stærsta aðildarfélag BSRB, standa nú í kjaraviðræðum við ríkið og segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, að viðræður gangi hægt.
„Við erum að funda reglulega og þetta þokast hægt en þokast þó. Við erum að ganga frá ýmsum smærri málum þessa dagana og svo munum við fara í að ræða stærri málin.“
Eitt af flóknustu málunum er stytting á vinnuviku vaktavinnufólks. Í umfjöllun um samningamálin í Morgunblaðinu í dag segir Sverrir Jónsson, formaður samninganefndar ríkisins, segir að viðræður um þá styttingu hefjist í næstu viku.