Þótti ekki tilefni til vítna

Guðjón S. Brjánsson í forsetastóli á Alþingi.
Guðjón S. Brjánsson í forsetastóli á Alþingi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þarna var það mat mitt að þetta væru harkaleg orðaskipti en ekki tilefni til þess að víta þingmann,“ segir Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrsti varaforseti.

Hann sat sem forseti Alþingis þegar þingmenn ásökuðu Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra um lögbrot á þingi í gær. Orðaskiptunum lauk með því að Bjarni yfirgaf þingsalinn.

Í lögum um þingsköp segir að forseti skuli víta þingmann ef hann ber ráðherra brigslyrðum. Það kaus Guðjón ekki að gera í gær og segir hann eðlilegar skýringar á því. „Þetta er nú alltaf dálítið matskennt. Þarna var ekki verið að bera hann sökum persónulega heldur voru fyrst og fremst gerðar athugasemdir við embættisfærslur ráðherra. Að víta þingmann er mjög alvarlegur hlutur og það er mjög sjaldgæft að gengið sé svo langt að áminna þingmenn fyrir framferði sitt.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka