Útiloka ekki að glæpamenn hafi misnotað DNB

Norski bankinn útilokar ekki að glæpamenn hafi notað reikninga í …
Norski bankinn útilokar ekki að glæpamenn hafi notað reikninga í bankanum. Ljósmynd/Wikipedia.org/Mahlum

Embætti rannsókna spillingarmála, ACC, í Namibíu hefur rannsakaði í eitt ár starfsemi íslenska fyrirtækisins Samherja þar í landi sem snúa að skattsvikum, fjársvikum, peningaþvætti og ásökunum um mútugreiðslur, að sögn forstjóra ACC. Þetta kom fram í fréttskýringarþættinum Kveik sem sýndur var í Ríkissjónvarpinu í kvöld. 

Beiðni hefur verið send íslenskum og norskum stjórnvöldum um aðstoð við rannsókn málanna, að því er fram kom í máli Noa Paul­us, fram­kvæmda­stjóra ACC. 

Sam­herji og dótt­ur­fé­lög fyr­ir­tæk­is­ins sendu og tóku á móti stór­um fjár­hæðum frá skatta­skjól­um, m.a. í Dubaí og Mars­hall-eyj­um í gegnum norska bankann DBN. Það tók norska bankann nokkur ár að loka umdeildum bankareikningum á vegum félagsins þrátt fyrir að rauð ljós hafi kviknað við millifærslur.

Talsverðu eftir að rauð ljós kviknuðu við millifærslu peninga í tengslum við JPC Shipmanagement, sem sá um ráðningarsamninga starfsmanna á skipum félagsins, og Cape Cod bæði félög tengd Samherja gerði norski bankinn athugun á félaginu. í millitíðinni leyfði bankinn áfram milljörðum að fara um reikninga félaganna tveggja þrátt fyrir að viðvörunarbjöllum hafi hringt. Það er þvert á markmiði með eftirliti á peningaþvætti sem á að fara fram innan fjármálastofnana.  

Úr varð að ný greining var gerð á félögunum og umræddum reikningum var lokað því en þörf virtist vera á að þessi félög ættu bankareikninga í norskum banka.

Í skriflegu svari DNB til Kveiks við fyrirspurn um viðtalsbeiðni vegna Samherjaskjalanna segir „ekki sé hægt að útiloka að DNB hafi verið misnotaður af glæpamönnum“. Ennfremur er bent á að varnir gegn peningaþvætti séu í forgangi og fleiri en 1500 málum hafi verið vísað til lögreglunnar. 

Norska efnahagsbrotalögreglan Ökokrim vildi hvorki játa né neita að rannsókn væri á þessum málum innan lögreglunnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert