Brunninn bátur fjarlægður úr Vogahöfn

Frá aðgerðum í Vogahöfn.
Frá aðgerðum í Vogahöfn. Ljósmynd/Aðsend

Köfunarþjónustan í samstarfi við Tryggingamiðstöðina og lögregluyfirvöld hefur nú fjarlægt Gulltopp GK 2931 af botni Vogahafnar en báturinn brann og sökk í kjölfarið aðfaranótt 19. nóvember.

Fram kom í tilkynningu að greiðlega hafi gengið að slökkva eldinn og fljótlega að því loknu sökk báturinn. Engin hætta var á ferðum en báturinn var ekki í notkun.

Gætt var fyllsta öryggis á staðnum meðan á verktíma stóð þar sem mikilvægt var að tryggja að ekki yrði neitt umhverfistjón af völdum olíu og annarra spilliefna að sögn Helga Hinrikssonar, verkefnastjóra hjá Köfunarþjónustunni.

Báturinn er mjög brunninn en nú mun tæknideild lögreglu skoða bátinn áður en honum verður fargað á viðeigandi hátt.

Báturinn í ljósum logum í höfninni 19. nóvember.
Báturinn í ljósum logum í höfninni 19. nóvember. Ljósmynd/Brunavarnir Suðurnesja
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert