Búast við 25 þúsund manns

Svartur föstudagur heillar.
Svartur föstudagur heillar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Markaðsherferðin svartur föstudagur virðist ná sífellt betur til landsmanna.

Á meðan veltan hjá raftækjaversluninni Elko, sem hefur verið áberandi í tengslum við herferðina frá árinu 2015, hefur þrefaldast frá því að fyrirtækið bauð fyrst upp á tilboð á þessum degi, hyggjast forsvarsmenn Kringlunnar, Smáralindar og Hafnartorgs m.a. lengja afgreiðslutíma sína.

Í verslunum á Hafnartorgi í miðborg Reykjavíkur verður opið til kl. 22, í Kringlunni verður opið til kl. 21 og opið verður til kl. 22 í Smáralind. Forsvarsmenn Kringlunnar búast við 25 þúsund gestum á föstudag og á undanförnum árum hafa 17 til 20 þúsund manns farið í Smáralind á þessum degi, að því er fram kemur í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert