Fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu, Sacky Shanghala, og James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformaður ríkisútgerðarfélagsins Fishcor, voru handteknir á búgarði sínum klukkan 6 í morgun.
Framkvæmdastjóri rannsóknar á spillingarmálum í Namibíu, Paulus Noa, staðfestir handtöku mannanna tveggja í samtali við The Namibian. Hann segir að frekari upplýsingar um málið verði veittar síðar.
Handtökurnar tengjast fréttum af Fishrot-hneykslismálinu en þar er Samherji sakaður um að hafa greitt mútur til namibískra embættismanna.
Auk tvímenninganna tengist fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins, Benhardt Esau, málinu, tengdasonur Esau, Tamson „Fitty“ Hatuikulipi og sjóðstjórinn Ricardo Gustavo.