Dró upp Liverpool-trefil í umræðu um fjárlög

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra dró upp Liverpool-trefil undir ræðu Þórdísar Kolbrúnar …
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra dró upp Liverpool-trefil undir ræðu Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur í dag. Skjáskot af vef Alþingis

Ætla má að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sé ekki par sátt við niðurstöðu fótboltaleiks kvöldsins þegar Liverpool og Na­poli skildu jöfn 1:1 í næstsíðustu um­ferð E-riðils í riðlakeppni Meist­ara­deild­ar Evr­ópu á An­field. Li­verpool náði ekki að tryggja sér sæti í 16-liða úr­slit­un­um. 

Á þingi fyrr í dag skellti hún um hálsinn Liverpool-trefli við umræður um atkvæðagreiðslu fjárlaga fyrir næsta ár. Hún sveipaði honum um sig í miðri ræðu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála- og iðnaðarráðherra, um fyrrgreind fjárlög næsta árs. 

Katrín er gallharður stuðningsmaður Liverpool. Trefilinn ku hún víst hafa fengið í afmælisgjöf frá eiginmanni sínum í febrúar á þessu ári. Tilefni var ærið í dag að flíka treflinum.    

Fjár­lög næsta árs voru samþykkt á Alþingi á sjötta tím­an­um í kvöld með 31 at­kvæði þing­manna stjórn­ar­flokk­anna. All­ar breyt­inga­til­lög­ur minni­hlut­ans voru felld­ar.

Forsætisráðherrann er gallharður stuðningsmaður Liverpool.
Forsætisráðherrann er gallharður stuðningsmaður Liverpool. Ljósmynd/skjáskot af vef Alþingis
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert