Helgi Seljan, dagskrárgerðamaður á RÚV, svarar ásökunum Samherja á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. Þar bendir Helgi stjórnendum Samherja á auðlesið efni á netinu.
Vísar Helgi þar í frétt á vef Samherja þar sem Helgi Seljan er sakaður um að hafa sagt ósatt í morgunútvarpi Rásar 2 og séu ummælin eingöngu til þess fallin að valda fyrirtækinu tjóni. Segir Samherji ummælin sýna „hversu frjálslega fréttamenn Ríkisútvarpsins“ fari með staðreyndir.
„Sæll Björgólfur Jóhannsson
Nú hef ég fylgst með þér fyrstu daga þína í starfi og vandræðum þínum við að höndla einfaldar staðreyndir um eignarhald fyrirtækisins sem þú nú stýrir; samanber þetta með Heinaste um daginn. En af því að ykkur virðist ekki auðlesið internetið er hér ein grein sem þú gætir byrjað á lesa gæskur. Þær eru mun fleiri og dramatískari; hrottafengnari lýsingarnar af afleiðingum þessa alls.
Þú þarft ekkert að biðja mig afsökunar samt,“ skrifar Helgi á Facebook í gærkvöldi.