Helgi bendir Samherja á auðlesið efni

Helgi Seljan er dagskrárgerðarmaður á RÚV.
Helgi Seljan er dagskrárgerðarmaður á RÚV.

Helgi Seljan, dagskrárgerðamaður á RÚV, svarar ásökunum Samherja á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. Þar bendir Helgi stjórnendum Samherja á auðlesið efni á netinu. 

Vísar Helgi þar í frétt á vef Samherja þar sem Helgi Selj­an er sakaður um að hafa sagt ósatt í morg­unút­varpi Rás­ar 2 og séu um­mæl­in ein­göngu til þess fall­in að valda fyr­ir­tæk­inu tjóni. Seg­ir Sam­herji um­mæl­in sýna „hversu frjáls­lega frétta­menn Rík­is­út­varps­ins“ fari með staðreynd­ir.

„Sæll Björgólfur Jóhannsson
Nú hef ég fylgst með þér fyrstu daga þína í starfi og vandræðum þínum við að höndla einfaldar staðreyndir um eignarhald fyrirtækisins sem þú nú stýrir; samanber þetta með Heinaste um daginn. En af því að ykkur virðist ekki auðlesið internetið er hér ein grein sem þú gætir byrjað á lesa gæskur. Þær eru mun fleiri og dramatískari; hrottafengnari lýsingarnar af afleiðingum þessa alls.

Þú þarft ekkert að biðja mig afsökunar samt,“ skrifar Helgi á Facebook í gærkvöldi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert