Hóta að loka ísbúð í Eyjum

Vestmannaeyjar.
Vestmannaeyjar.

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur tilkynnt Joy – Eyjagleði ehf. í Vestmannaeyjum að starfsleyfi fyrirtækisins verði afturkallað næstkomandi föstudag, ef þá hafi ekki verið gerðar útbætur á aðstöðu fyrirtækisins og starfsemi. Joy er veitingastaður með ísbúð.

Fjölmargar athugasemdir eru gerðar við aðstöðu á veitingastaðnum í bréfi sem Heilbrigðiseftirlitið sendi fyrirtækinu 13. nóvember sl. eftir að málið var kynnt á fundi heilbrigðisnefndar Suðurlands.

Varða athugasemdirnar húsnæði og búnað, þrif, meindýravarnir, hreinlæti, vörn gegn mengun og mælingar á hitastigi matvæla.

Jafnframt kemur fram að hluti athugasemdanna hefur verið gerður eftir þrjár skoðanir á síðasta ári og í ár án þess að nokkur viðbrögð hafi borist eða tímasettar áætlanir um framkvæmdir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert