Landlæknir flytur í Katrínartún

Landlæknisembættið er að flytja í Katrínartún 2 en það hefur …
Landlæknisembættið er að flytja í Katrínartún 2 en það hefur verið á Rauðarárstíg. mbl.is/Styrmir Kári

Embætti landlæknis flytur á Höfðatorg og verður í Katrínartúni 2, 6. hæð. Stefnt er að því að opna þar á morgun klukkan 10. Undanfarið hefur embættið verið til húsa á Rauðarárstíg 10.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra svaraði nýlega fyrirspurn frá Sigurði Páli Jónssyni alþingismanni sem spurði m.a. um kostnað við húsnæði landlæknisembættisins. Fram kom í svarinu að greiðslur til leigusala húsnæðis embættisins á Austurströnd 5 á Seltjarnarnesi námu samtals 110 milljónum frá 1. janúar 2011 til 28. febrúar 2015. Meðaltalsleiga á fermetra á tímabilinu var 1.692 krónur. Greiðslur fyrir rafmagn og hita námu 7,6 milljónum á tímabilinu. Eftir að Lýðheilsustöð og embætti landlæknis voru sameinuð varð húsnæðið við Austurströnd of lítið.

Landlæknisembættið fékk aðsetur á Barónsstíg 47 árið 2011. Greiðslur til leigusala þar frá 1. júní 2011 til 9. maí 2019 námu samals 370,7 milljónum króna og greiðslur fyrir rafmagn og hita námu samtals 13,8 milljónum á tímabilinu, að því er fram kemur í frétt í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert