Vilja afnám 70 ára aldurstakmörkunar

Níu þingmenn úr sex stjórnmálaflokkum á Alþingi vilja afnám 70 ára aldurstakmörkunar í starfsmannalögum ríkisins og hafa þeir lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis.

Er þar lagt til að fjármála- og efnahagsráðherra, ásamt félags- og barnamálaráðherra, hefji viðræður við samtök opinberra starfsmanna um afnám þeirra ákvæða úr lögum sem takmarka starf opinberra starfsmanna við 70 ára aldur.

Samninganefnd sveitarfélaga samdi á dögunum við iðnaðarmannafélög í ASÍ um heimild til að framlengja ráðningar starfsmanna sem náð hafa 70 ára aldri en ríkisstarfsmenn eiga ekki kost á svipuðum lausnum að óbreyttum lögum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert