Flugeldasalan óbreytt

Engar breytingar verða gerðar á reglugerðum varðandi flugeldaframboð og flugeldasölu fyrir næstu áramót, samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.

Ástæðan er sú að innkaup á flugeldum eru gerð með löngum fyrirvara og taka þarf ákvarðanir um breytingar á flugeldaframboði eða flugeldasölu áður en kemur að innflutningi. Slíkar ákvarðanir hafa ekki verið teknar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Starfshópur umhverfis- og auðlindaráðuneytis, velferðarráðuneytis og dómsmálaráðuneytis vinnur nú að því að móta tillögur um hvernig draga megi úr neikvæðum áhrifum mengunar frá flugeldum á lýðheilsu og loftgæði. Ráðherrarnir sem skipuðu starfshópinn bíða eftir tillögum hans og munu byggja ákvarðanir sínar á þeim.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert