Flugeldasalan óbreytt

Eng­ar breyt­ing­ar verða gerðar á reglu­gerðum varðandi flug­elda­fram­boð og flug­elda­sölu fyr­ir næstu ára­mót, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um sem Morg­un­blaðið fékk frá um­hverf­is- og auðlindaráðuneyt­inu.

Ástæðan er sú að inn­kaup á flug­eld­um eru gerð með löng­um fyr­ir­vara og taka þarf ákv­arðanir um breyt­ing­ar á flug­elda­fram­boði eða flug­elda­sölu áður en kem­ur að inn­flutn­ingi. Slík­ar ákv­arðanir hafa ekki verið tekn­ar, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Starfs­hóp­ur um­hverf­is- og auðlindaráðuneyt­is, vel­ferðarráðuneyt­is og dóms­málaráðuneyt­is vinn­ur nú að því að móta til­lög­ur um hvernig draga megi úr nei­kvæðum áhrif­um meng­un­ar frá flug­eld­um á lýðheilsu og loft­gæði. Ráðherr­arn­ir sem skipuðu starfs­hóp­inn bíða eft­ir til­lög­um hans og munu byggja ákv­arðanir sín­ar á þeim.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert