Mengunin langt yfir heilsuverndarmörkum

Svifrykið var yfir hættumörkum.
Svifrykið var yfir hættumörkum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Grá mengun var áberandi í Reykjavíkur í gær og styrkur köfnunarefnisdíoxíðs yfir heilsuverndarmörkum fjórða daginn í röð.

Síðdegis var klukkutímagildi efnisins á mælistöðinni við Grensásveg 152,5 míkrógrömm á rúmmetra, samanber að heilsuverndarmörkin miðað við sólarhring eru 75 míkrógrömm á rúmmetra.

Gert er ráð fyrir svipuðu veðri næstu daga og því líkur á að þetta ástand verði viðvarandi. Köfnunarefnisdíoxíðmengun kemur frá útblæstri bifreiða og er mest á morgnana og síðdegis þegar umferð er þung. Til að draga úr mengun hefur Reykjavíkurborg hvatt fólk til þess að draga úr notkun einkabíla og börn og þau sem eru með viðkvæm öndunarfæri ættu að halda sig fjarri fjölförnum götum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka