Ríki og borg í samstarf um framtíð flugvallarmála

Borgarstjóri og samgönguráðherra hlýða á kynningu.
Borgarstjóri og samgönguráðherra hlýða á kynningu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, undirrituðu í dag samkomulag sem felur í sér að hrinda í framkvæmd verkefnum og nauðsynlegum rannsóknum í samræmi við tillögur í skýrslu stýrihóps um framtíðarskipan flugvallarmála á suðvesturhorni landsins.

Samkomulagið var undirritað á blaðamannafundi í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu nú síðdegis, þar sem jafnframt fór fram kynning Eyjólfs Árna Rafnssonar, formanns stýrihóps um verkefnið, á skýrslu starfshópsins og formleg afhending til samgönguráðherra.

Verkefni stýrihópsins var að kostnaðargreina þá valkosti sem hafa verið til skoðunar í tengslum við flugvöll á suðvesturhluta landsins: Hvassahraun, Keflavík og Vatnsmýri, og var markmið hans að  auðvelda umræðu og styðja við ákvarðanatöku og uppbyggingu á þjónustu fyrir innanlands- og millilandaflug.

Egilsstaðaflugvöllur verði endurbættur

Helstu tillögur stýrihópsins eru að Hvassahraun komi áfram til greina fyrir innanlandsflugvöll og að millilandaflug verði áfram í Keflavík. Þá skuli frekari greiningarvinna unnin á meðan veðurmælingar fari fram og að ákvörðun verði tekin eftir þær. Loks er lagt til að Egilsstaðaflugvöllur verði endurbættur sem varaflugvöllur.

Nánar má lesa um málið í tilkynningu stjórnarráðsins.

Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður stýrihóps um verkefnið, kynnti skýrsluna.
Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður stýrihóps um verkefnið, kynnti skýrsluna. mbl.is/Kristinn Magnússon
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert