Áætlað er að Stætó muni aka um Hverfisgötu á nýjan leik sunnudaginn 8. desember.
Í næstu viku mun lítill hluti Hverfisgötu loka vegna viðgerðar á steinlögn við Vatnsstíg. Því var ákveðið að hefja ekki akstur um götuna fyrr en þeirri viðgerð væri lokið, að því er Strætó greinir frá í tilkynningu.
„Þann 8. desember munu því leiðir 1, 6, 11, 12, 13 og 14 hætta að aka um Sæbraut og akstur þeirra færist á ný yfir á Hverfisgötu. Leið 3 heldur áfram akstri um Sæbraut.
Næturleiðirnar munu aka á ný um Hverfisgötu aðfaranótt laugardagsins 14. desember.“
Fréttin hefur verið uppfærð.