Þrjátíu sagt upp hjá Jarðborunum

Þrjátíu manns hefur verið sagt upp hjá Jarðborunum.
Þrjátíu manns hefur verið sagt upp hjá Jarðborunum. Ljósmynd/Jarðboranir

Þrjátíu starfsmönnum Jarðborana hefur verið sagt upp störfum. Uppsagnirnar ná til starfsmanna fyrirtækisins hér á landi og erlendis.

Þetta staðfestir Sigurður Sigurðsson, framkvæmdastjóri Jarðborana, við mbl.is.

Ástæðan fyrir uppsögnunum er verkefnaskortur en um 100 manns starfa hjá fyrirtækinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert