Unnið var hörðum höndum að því í gær að setja upp skautasvell Nova á Ingólfstorgi, sem glatt hefur íbúa höfuðborgarsvæðisins á aðventunni síðustu árin.
Meðal þess sem fylgdi umstanginu var að setja upp þessa myndarlegu diskókúlu, sem mun slá tindrandi bjarma á hina góðu gesti svellsins.