Fimm bæjarfulltrúar af sjö í Grindavíkur ákváðu í gær að draga til baka launahækkanir sér til handa sem samþykktar voru í bæjarstjórn sl. þriðjudag.
Þær gerðu ráð fyrir að jafnaði 20-24% hækkun grunnlauna bæjarfulltrúa, sem hefðu farið úr um 180 þús. kr. í 220 þús. kr. á mánuði. Það voru bæjarfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokksins sem mynda meirihluta í bæjarstjórn – svo og fulltrúi Samfylkingar – sem þetta ákváðu. Áður hafði bæjarfulltrúi Miðflokksins gagnrýnt hækkanirnar.
Árið 2010 voru laun bæjarfulltrúa í Grindavík lækkuð til að bregðast við stöðu bæjarsjóðs sem þá var þröng, segir Sigurður Óli Þórleifsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins og forseti bæjarstjórnar. Síðan þá hafa launin aðeins hækkað samkvæmt vísitölu.