Hnúturinn er harður

Hjálmar Jónsson formaður Blaðamannafélags Íslands kynnir félagsmönnum stöðuna.
Hjálmar Jónsson formaður Blaðamannafélags Íslands kynnir félagsmönnum stöðuna. mbl.is/​Hari

„Við bíðum eft­ir nýju út­spili at­vinnu­rek­enda. Fyrr mun ekk­ert þokast í átt til sam­komu­lags í þess­ari deilu,“ seg­ir Hjálm­ar Jóns­son, formaður Blaðamanna­fé­lags Íslands.

Samn­inga­nefnd­ir BÍ og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins funduðu í gær í húsa­kynn­um Rík­is­sátta­semj­ara. Setið var við í um tvær klukku­stund­ir og lauk fund­in­um án ár­ang­urs. Þriðju verk­fallsaðgerðir BÍ koma því til fram­kvæmda í dag og standa þær frá klukk­an 10 til 22. Ná þær til einkum og helst til net­miðla, það er blaðamanna, ljós­mynd­ara og mynda­töku­manna hjá Árvakri, Sýn, Torgi og Rík­is­út­varp­inu sem eru í BÍ.

„Við erum sam­mála um að vera ósam­mála,“ seg­ir Hjálm­ar. Fé­lag­ar í BÍ felldu sl. þriðju­dag ný­gerðan kjara­samn­ing við SA. Næsti fund­ur er boðaður á þriðju­dag.

Óljós ávinn­ing­ur

„Kjara­deil­an er í hörðum hnút. Nú þegar hef­ur SA samið við 97% launþega á for­send­um lífs­kjara­samn­ings­ins sem við höf­um einnig boðið blaðamönn­um en þeir hafnað. Verk­fallsaðgerðirn­ar nú eru því hættu­spil og ávinn­ing­ur­inn óljós, enda draga þær úr getu fyr­ir­tækja til að standa und­ir launa­hækk­un­um,“ seg­ir Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri SA.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert